Kærleikskúlan

Kærleikskúlur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra eru fjölbreytt safn listaverka eftir fremstu listamenn þjóðarinnar. 

Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal sem Styrktarfélagið á og rekur. Dvölin í Reykjadal er börnunum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg. Mikið er lagt upp úr því að börnin njóti dvalarinnar til hins ýtrasta, þau upplifi ævintýri og skemmti sér í hópi jafnaldra.

Kúlurnar eru seldar í verslunum um allt land 15 daga í desember. Verslanirnar taka enga þóknun fyrir söluna sem við erum gífurlega þakklát fyrir. Þannig fer allur ágóði af sölunni í að skapa ævintýri í Reykjadal. 

Árlega er valin sérstakur handhafi Kærleikskúlunnar í viður­kenn­ing­ar­skyni fyr­ir vel unnin störf í þágu fatlaðs fólks í samfélaginu.