Skilmálar


Netverslun SLF er rekin af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra kt. 630269-0249. Allur ágóði af netsölunni rennur til starfsemi félagsins. Helstu verkefni þess eru rekstur Æfingastöðvarinnar að Háaleitisbraut, þar sem fram fer umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu og rekstur sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal Mosfellsbæ.

Ath. við reynum eftir fremsta megni að senda pantanir sem berast fyrir kl. 12 virka daga samdægurs af stað í póst en vegna álags getum við því miður ekki ábyrgst það eins og stendur. Sé varan sótt má alltaf koma strax til okkar á skrifstofuna að Háaleitisbraut 13 og sækja vöruna, en opið er frá 8-16 virka daga. Ekki hika við að hafa samband í s. 535-0900 ef spurningar vakna.

Almennt

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, rangra upplýsinga um birgðastöðu og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Greiðsla

Hægt er að greiða með Visa-og Mastercard og fara kortafærslur í gegnum örugga greiðslusíðu KORTA. Mögulegt er að panta og greiða vörur með millifærslu

Afhending vöru

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Styrktarfélag lamaðra og falaðra ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Sendingarkostnaður er miðaður við verðskrá Íslandspósts.

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld

Samkvæmt 5. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er góðgerðarstarfsemi undanþegin skattskyldu, enda renni hagnaður af henni að öllu leyti til líknarmála. Sala Kærleikskúlu og Jólaóróa fellur undir þessi lagaákvæði enda er leyfi fengið hjá sýslumanni vegna sölunnar sem stendur yfir í 15 daga ár hvert.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Kvartanir

Sé vara gölluð eða viðskiptavinur einhverra hluta vegna ekki ánægður með vöruna er hann hvattur til að hafa samband við skrifstofu Styrktarfélagsins s. 535-0900

Skrifstofa Styrktarfélags lamaðra og falaðra er staðsett að Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík. Þar er hægt að kaupa allar vörur sem seldar eru í netversluninni. Skrifstofan er opin virka daga á milli 8-16. Hún er þó lokuð á milli jóla og nýárs. Ef upp vakna spurningar er hægt að senda tölvupóst á hrefna@slf.is eða hringja í síma 535-0900