Kærleikskúlan 2018 - Elín Hansdóttir
Kærleikskúlan 2018 - Elín Hansdóttir
Kærleikskúlan 2018 - Elín Hansdóttir
Kærleikskúlan 2018 - Elín Hansdóttir

Kærleikskúlan 2018 - Elín Hansdóttir

Verð 8.900 kr

Terrella eftir Elínu Hansdóttur er Kærleikskúla ársins 2018. 

FÁAR TIL Á LAGER

Innan glerhjúpsins er kúla sem dregur að sér efni og skapar heild sem einungis varir eitt andartak. Um leið og utanaðkomandi kraftur hreyfir við henni verður samsetningin á yfirborði hennar önnur. Fegurðin býr í tilviljanakenndri lögun, þeim margbreytileika sem að aðdráttaraflið býður uppá og þeim áhrifum sem við getum haft á umhverfi okkar – því kærleikurinn getur með krafti sínum sameinað og umbreytt því sem kemst í tæri við segulmagn hans.

- Elín Hansdóttir

Elín Hansdóttir er fædd árið 1980 en hún lauk BA - prófi frá Listaháskóla Íslands og MA - prófi frá KHB – Weissensee í Berlín. Innsetningar Elínar, sem byggðar eru fyrir tiltekin rými, taka á sig margvíslegar myndir. Nefna má hljóð- og sjónrænar blekkingar, göng í ætt við völundarhús og byggingarfræðilega þætti sem myndast fyrir tilstilli hreyfingar. Verk hennar ögra og hvetja áhorfendur til að upplifa og skynja umhverfi og rými á nýjan hátt, en þau fjalla í grundvallaratriðum um tilvist mannsins og fegurðina í óvissunni. Elín, sem fengist hefur við flesta miðla í listsköpun sinni, hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin árið 2017 og Guðmunduverðlaunin seinna sama ár. Verk Elínar hafa verið sýnd á öllum helstu sýningarstöðum hérlendis og víða erlendis.