KÚLA (NR.II) eftir Karin Sander er sérútgáfa af Kærleikskúlu ársins 2022 sem kemur út í takmörkuðu upplagi af tuttugu eintökum. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal.
KÚLA (NR.II) eftir KARIN SANDER
Á tuttugu ára útgáfuafmæli Kærleikskúlunnar hefur listakonan Karin Sander, auk hinnar árlegu útgáfu listaverksins, Kúla með stroku, útbúið sérstakt verk í tuttugu eintökum. Hin gagnsæja Kærleikskúla, sem ber titilinn Kúla, kann að líta út eins og svífandi viðkvæm sápukúla en útlitið er blekkjandi. Kúlan er úr gegnheilu gleri og næstum eitt kíló að þyngd, sem reynir á þolmörk trjágreinanna og jafnvægi jólatrésins raskast.
Hverju merktu eintaki fylgir vottorð undirritað af listamanninum. Hver Kúla er númeruð, mæld og vigtuð sérstaklega sem kemur fram í meðfylgjandi vottorði.
Þýska listakonan Karin Sander (f. 1957) er einn fremsti og afkastamesti listamaður sinnar kynslóðar. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich og hefur verið viðloðandi íslenskt listalíf síðan snemma á tíunda áratugnum.
Í listsköpun sinni rýnir hún í tilbúnar aðstæður og rými út frá formgerðar-, félags- og sögulegu samhengi og gerir sýnileg á ólíka vegu með hjálp ýmissa miðla. Verk hennar hafa verið sýnd á einkasýningum og tvíæringum um allan heim og finnast í opinberum söfnum og safneignum víða um lönd, þar á meðal Museum of Modern Art og Metropolitan-listasafninu í New York, Hirshhorn-safninu í Washington DC, San Francisco Museum of Modern Art, National Museum of Art í Osaka, Ísrael-safninu í Jerúsalem, Staatsgalerie Stuttgart, Kunstmuseum í Stuttgart og Listasafni Reykjavíkur.
Karin Sander hefur gegnt prófessorstöðu í arkitektúr og listum við ETH (Swiss Federal Institute of Technology) í Zürich síðan 2007. Sander verður, ásamt Philip Ursprung, fulltrúi Sviss á átjánda alþjóðlega arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 2023.
Nánari upplýsingar má nálgast í i8 gallerí, Tryggvatötu 16.
i8.is