Kærleikskúlan 2023 - Forpöntun

Kærleikskúlan 2023 - Forpöntun

Verð 7.400 kr

Kærleikskúla ársins 2023 verður afhjúpuð 6. desember. Forpöntun fer einungis fram hér vefverslun SLF og verður afhent í afgreiðslu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra við Háaleitsbraut 13 eða send kaupanda eftir að sölutímabil hefur hafist, dagana 7.-21.desember. 

Sala Kærleikskúlunnar fer fram í völdum verslunum um land allt dagana 7. - 21. desember og í netverslun SLF. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Yfirlit yfir söluaðila Kærleikskúlunnar má finna hér.

Kærleikskúlan er framleidd í takmörkuðu upplagi og kemur í fallegri gjafaöskju. Kærleikskúlan er fallegur listmunur og skemmtileg til söfnunar en það sem gerir hana dýrmæta er innihaldið – kærleikurinn. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna og allur ágóði rennur til starfsemi sumarbúðanna Reykjadal þar sem gleði, jákvæðni og ævintýri eru í fyrirrúmi.