Kærleikskúlan 2019
Kærleikskúlan 2019
Kærleikskúlan 2019
Kærleikskúlan 2019
Kærleikskúlan 2019

Kærleikskúlan 2019

Verð 4.900 kr

Kærleikskúla ársins 2019 heitir SÓL ÉG SÁ og er eftir listakonuna Ólöfu Nordal.

Kærleikskúlan kemur til söluaðila okkar 7. desember. Hægt er að nálgast lista yfir söluaðila með því að smella hér.

Hér er hægt að forpanta Kærleikskúluna 2019 en hún verður afhent mánudaginn 9. desember.

Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal sem Styrktarfélagið á og rekur. Dvölin í Reykjadal er börnunum og fjölskyldum þeirra afar mikilvæg en þar eru gleði, jákvæðni og ævintýri höfð að leiðarljósi.

Ólöf Nordal (1961) nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, „Gerrit Rietveld“-akademíuna í Amsterdam, lauk meistaraprófi frá Cranbrook Academy of Art í Michigan og síðar meistaraprófi frá höggmyndadeild Yaleháskólans í Connecticut, í Bandaríkjunum. Árið 2005 hlaut hún hin virtu „Richard Serra“-verðlaun. Ólöf er höfundur margra útilistaverka og minnisvarða á opinberum vettvangi, má þar nefna Geirfuglinn í Skerjafirði, Vitid ér enn - eda hvat? í anddyri Alþingishússins, Bríetarbrekku við Þingholtsstræti og umhverfislistaverkið Þúfu á Granda. Verk Ólafar eru iðulega sprottin úr heimi þjóðsagna og þjóðtrúar.. Listrannsóknir hennar beinast að sjálfsmynd þjóðarinnar á eftirnýlendutímum, uppruna og endurspeglun þjóðsagnaminna í samtímanum og brotunum sem spegla aftur til fortíðar. Ólöf leikur sér gjarnan með hugmyndafræði söfnunar og framsetningu á sýnum, og teflir einnig fram því afskræmda sem fellur utan flokkunarkerfa.