Kærleikskúlan 2011 - Yoko Ono
Kærleikskúlan 2011 - Yoko Ono
Kærleikskúlan 2011 - Yoko Ono

Kærleikskúlan 2011 - Yoko Ono

Verð 8.900 kr

Skapaðu þinn heim eftir Yoko Ono er Kærleikskúla ársins 2011.

Teiknaðu ímyndað kort á svarthvítan hnött....
Kastaðu vængjaðri pílu á handahófskenndan stað á hnettinum.
Litaðu svæðið þar sem pílan lendir með lit að eigin vali.
Kastaðu pílunni aftur og sjáðu hvar hún lendir.
Litaðu svæðið þar sem hún lenti að þinni egin ósk.
Haltu áfram að lita svæðið þar sem pílan lendir.
Haltu áfram að lita þar til heimurinn er allur í lit.

fyrir Ísland með ástarkveðju
Yoko Ono, 2011.

YOKO ONO er fjölhæfur listamaður sem ögrar stöðugt hinum hefðbundnu mörkum listarinnar. Hún er þekkt fyrir byltingarkennda hugmyndalist og gjörninga, tilraunamyndir og tónlist. Árið 2007 afhjúpaði hún Friðarsúluna í Viðey og berst enn ötullega fyrir friði, meðal annars með friðarherferð sinni, „IMAGINE PEACE“.