Reykjadalsbuffið
Reykjadalsbuffið
Reykjadalsbuffið

Reykjadalsbuffið

Verð 1.000 kr
Við kynnum til leiks glænýtt Reykjadals buff en hönnunin á því var gerð í vetrardvöl í febrúar 2019 í samvinnu við einn ungmenna hópinn.

Hugmyndin var að sýna hversu litríkur staður Reykjadalur er. Allir sem tóku þátt í buff-smiðjuhópnum lögðu höfuðið í bleyti en að lokum var þessi útkoma valin sem að við sjáum hér.

Hálsklútarnir henta fyrir alla aldurshópa og fyrir ýmis tilefni, bæði á haus og á háls, og er þau hönnuð með það í huga að þau sé hægt að para saman við hvaða flík sem er.

Ákveðið var að buffin yrðu seld að þessu sinni á lítinn kostnað til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal.

Til stendur á þessu misseri að gera umfangsmiklar framkvæmdir á útisvæði sumarbúðanna, svo það verði meðal annars aðgengilegra og er ætlunin að festa kaup á nýjum leiktækjum, en mikið er lagt upp úr útiveru í sumardvölum. Mikið fer í slíka vinnu og tekur það mögulega nokkur misseri að fá draumalóðina okkar. Styrkir einstaklinga hafa gert okkur kleift að skapa þá umgjörð sem Reykjadalur starfar við í dag og erum við þakklát fyrir þann velhug sem samfélagið í heild sýnir staðnum ár eftir ár.
 
Með öðrum orðum: með því að kaupa Reykjadals hálsklútinn styrkir þú stuðið í Reykjadal.