Hvati hvolpur og bókin Gerðu eins og ég - Hvati og dýrin er fullkomin sængurgjöf eða tækifærisgjöf fyrir yngstu meðlimi samfélagsins.
Bókin er hugsuð sem skemmtileg lesning en jafnframt tæki fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum til að ýta undir markvissa hreyfingu, þroska og tengslamyndun.
Hvati hvolpur er handbrúða en með honum fylgir sundpoki. Hægt er að velja um poka í ýmsum litum. Í pokanum er einnig fræðslubæklingur um hreyfiþroska ungbarna og vaxtastika.
Árið 2006 bjó Eva Þengilsdóttir karakterinn Hvata hvolp til fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra en hvolpurinn er teiknaður af Kára Gunnarssyni. Efnið í fræðslubæklingum er unnið af Evu og tveimur af sjúkraþjálfurum Æfingastöðvarinnar þeim Áslaugu Guðmundsdóttur og Þorbjörgu Guðlaugsdóttur.