Kærleikskúlan 2020 - FORSALA
Kærleikskúlan 2020 - FORSALA

Kærleikskúlan 2020 - FORSALA

Verð 4.900 kr

Sala Kærleikskúlunnar 2020 hefst 3. desember. Við erum byrjuð að taka við pöntunum. Athugið að Kærleikskúlur sem eru pantaðar núna verða afhentar þegar sala hefst, fimmtudaginn 3. desember.

Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu upplagi og á síðasta ári seldist Kærleikskúlan upp.

Allar nánari upplýsingar veitir Hrefna Rós Matthíasdóttir fjáröflunarstjóri

Kærleikskúlan er tilvalin jólagjöf fyrir starfsfólk eða viðskiptavini. Fremstu listamenn þjóðarinnar hafa skapað Kærleikskúlur síðustu ára og gefið alla sína vinnu.  Kærleikskúla ársins 2020 verður frumsýnd 27. nóvember og afhjúpað hvaða listamaður skapaði kúluna í ár.

Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til sumarbúðanna í Reykjadal. Þetta er tilvalið tækifæri til að eignast listaverk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar og styrkja gott málefni um leið.

Kærleikskúlan kemur í fallegri gjafaöskju.