2019 - Gáttaþefur
2019 - Gáttaþefur

2019 - Gáttaþefur

Verð 5.500 kr
Gáttaþefur er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019. Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hjá HAF STUDIO sáu um hönnun Gáttaþefs og Linda Vilhjálmsdóttir skáld samdi kvæði um kappann. 

 

GÁTTAÞEFUR

 

í draumnum

eru þeir bræður að metast um það

hver skeri flottastar fléttur í brauðið

 

grýla og leppalúði

standa sveitt við steikingarpottinn

og veiða kökurnar upp löðrandi í feiti

 

þegar hellirinn hefur fyllst

af stökkum laufabrauðsstöflum

hrekkur hann upp með andfælum

 

lyktin liggur í loftinu

og hann stekkur slefandi á fætur

og þrammar af stað sleikjandi út um

 

yfir fjöllin og firnindin

og blæs ekki úr nös fyrr en við brauðhúsin

þar kastar hann mæðinni snöggvast

 

síðan rekur hann gríðarstórt gáttaþefsnefið

í gáttina og þefar

 

Linda Vilhjálmsdóttir