Jólaóróinn 2020 - FORSALA

Jólaóróinn 2020 - FORSALA

Verð 3.500 kr

Sala Jólaóróans 2020 hefst 3. desember. Við erum byrjuð að taka við pöntunum. Athugið að óróar sem eru pantaðir núna verða afhentir þegar sala hefst, fimmtudaginn 3. desember.

Allar nánari upplýsingar veitir Hrefna Rós Matthíasdóttir fjáröflunarstjóri

Jólaóróinn er tilvalin jólagjöf fyrir starfsfólk eða viðskiptavini. Kemur í fallegri gjafaöskju og meðfylgjandi er bæklingur á íslensku og ensku sem hefur að geyma kvæði um sveininn sem er í aðalhlutverki í ár.

Allur ágóði af sölu Jólaóróans rennur til Æfingastöðvarinnar. Á Æfingastöðinni sækja börn og ungmenni iðjuþjálfun og/eða sjúkraþjálfun. Þjónustan er fyrir öll börn og ungmenni sem þurfa aðstoð við að bæta færni sína í leik og starfi svo þau geti þroskast, dafnað og notið lífsins.