Fékkst þú gjafabréf Kærleikskúlunnar í jólagjöf?


Til hamingju með Kærleikskúluna ÞÖGN. Vissir þú að gjöfin til þín gleður marga því allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til Reykjadals, sumarbúða fyrir börn og ungmenni með fötlun.

Kærleikskúlan er listmunur sem kemur í takmörkuðu upplagi. Í ár var eftirspurnin slík að Kærleikskúlan ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson seldist upp á nokkrum dögum. Vegna fjölda fyrirspurna ákváðum við í samráði við Finnboga að panta nokkrar kúlur til viðbótar. Þetta gjafabréf tryggir þér Kærleikskúluna 2020 sem er væntanleg til landsins í byrjun ársins 2021. Áætluð afhending er í febrúar/mars.

Við höfum samband við þann sem pantaði kúluna hér í netversluninni þegar hún er tilbúin til afhendingar. Allar nánari upplýsingar eru í s. 535-0900 eða með tölvupósti á hrefna@slf.is.