Jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Heildarverðmæti vinninga er 40.390.000 kr. Dregið 24. desember 2023.
1. vinningur Honda Jazz Crosstar Hybrid* að verðmæti 5.190.000 kr.
2.–3. vinningur Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 1.000.000 kr. hver vinningur.
4.–5. vinningur Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 700.000 kr. hver vinningur.
6.–111. vinningur Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 300.000 kr. hver vinningur.
Með því að greiða þennan happdrættismiða styður þú það mikilvæga starf sem er unnið á Æfingastöðinni á degi hverjum og gætir átt von á glæsilegum vinningi.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra á og rekur Æfingastöðina. Alls nýta um 1.500 fjölskyldur þjónustu Styrktarfélagsins á ári hverju en auk Æfingastöðvarinnar starfrækir félagið sumar- og helgardvalarstaðinn Reykjadal. Félagið treystir á ýmsar fjáraflanir til að fjármagna starfsemi sína. Við bjóðum þér að kíkja til okkar á slf.is til að sjá hvað þú getur lagt fram til góðverka.