Jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Regular price 2,900 kr Sale

Sala á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er hafin. Ágóði af sölunni gengur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélagið á og rekur. Með kaupum á miðanum styður þú starfsemina Æfingastöðvarinnar þar sem börn og ungmenni fá sjúkra- og iðjuþjálfun.

Hér er hægt að panta happdrættismiða sem verða sendir með tölvupósti næsta virka dag. Einnig er hægt að koma á skrifstofu Styrktarfélagsins lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13 og kaupa miða. Miðarnir eru einnig sendir í heimabanka og einhverjir fá miða sendann með bréfpósti.

Vinningar eru 110 talsins, að verðmæti 39.380.000,- kr.:

1.-2. vinningur: Toyota Yaris Active Hybrid að verðmæti kr. 2.890.000 hvor bifreið*
3.-6. vinningur: Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti kr. 600.000 hver vinningur*
7.-110. vinningur: Ferðavinningur frá Heimsferðum að verðmæti kr. 300.000 hver vinningur*

Söluverð hvers miða er kr. 2.900.

Dregið verður 24. desember.

Vinningsnúmer verða birt á heimasíðu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra strax eftir jól.

Happdrætti hefur lengi verið aðal fjáröflunarleið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  Allt uppbyggingar- og þróunarstarf félagsins hefur byggst á velvild almennings en sú mikla velvild hefur skipt gríðarlegu máli og gert félaginu kleift að skapa þá umgjörð sem það starfar við í dag.