Jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðara og fatlaðra 2019

Regular price 3.500 kr Sale

Hægt er að panta Jólahappdrættismiða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hér. Þú færð miðanúmerið sent á næstu dögum. Dregið verður 24. des.

Með kaupum á happdrættismiðanum styður þú við starfsemi Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélagið á og rekur. Þar fá börn og ungmenni sjúkra- og iðjuþjálfun. Þjónustan er fyrir öll börn og ungmenni sem þurfa aðstoð við að bæta færni sína í leik og starfi svo þau geti þroskast, dafnað og notið lífsins.

Happdrættið hefur lengi verið aðal fjáröflunarleið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  Allt uppbyggingar- og þróunarstarf félagsins hefur byggst á velvild almennings en sú mikla velvild hefur skipt gríðarlegu máli og gert félaginu kleift að skapa þá umgjörð sem það starfar við í dag.