Gjafabréf - Kærleikskúlan 2020 - afhending í byrjun næsta árs

Gjafabréf - Kærleikskúlan 2020 - afhending í byrjun næsta árs

Verð 4.900 kr

Sölutímabili Kærleikskúlunnar 2020 er lokið. Við þökkum stuðninginn og frábærar viðtökur <3

Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu upplagi. Í ár var eftirspurnin slík að Kærleikskúlan ÞÖGN eftir Finnboga Pétursson seldist upp á nokkrum dögum. Vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að panta nokkrar kúlur til viðbótar. Með því að kaupa gjafabréf tryggir þú þér Kærleikskúluna í sendingunni sem kemur í febrúar/mars. Ath. að þetta er áætlaður afhendingartími. Hann getur breyst í takt við flutningstíma en við munum keppast við að koma Kærleikskúlunni sem fyrst í hendur eigenda sinna.

Kærleikskúlan ÞÖGN hefur að geyma hljóðupptöku á segulbandi. Finnbogi er nú þegar búinn að afrita upptökuna á nýtt segulband og klippa niður í metra langa búta fyrir aukaupplagið. Hver Kærleikskúla inniheldur einn bút, eina sekúndu af þögn. Svona lýsir Finnbogi upptökunni:

Finnbogi Pétursson hefur lengi verið í fremstu röð íslenskra listamanna og er brautryðjandi á sínu sviði myndlistarinnar. Hann hefur haldið tugi sýninga um allan heim og var fulltrúi Íslands í Feneyjatvíæringnum árið 2001. Hljóð hefur verið meginefniviðurinn í myndlistinni frá upphafi. Skynjunin er Finnboga hugleikin, hann leikur sér með mörk sjónar og heyrnar og gjarnan svo að hið ósýnilega verður sýnilegt. Í innsetningum hans, oft alltumlykjandi, verða nærstaddir að þátttakendum sem hafa áhrif á verkið á sama tíma og þeir upplifa ljós- og hljóðbylgjur á nýjan hátt.

Finnbogi hefur gefið Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra verkið og því rennur allur ágóði af sölunni til sumarbúðanna í Reykjadal. Þetta er tilvalið tækifæri til að eignast listaverk eftir einn fremsta listamann þjóðarinnar og styrkja gott málefni um leið.

Athugið að þetta er eina viðbótin við Kærleikskúluna 2020. Ekki verður pantaður annar skammtur þar sem Kærleikskúlan kemur í takmörkuðu uppalgi.

Hjartans þakkir fyrir stuðninginn!