Giljagaur eftir Lindu Björg Árnadóttur og kvæði eftir Bubba Morthens.
GILJAGAUR
Þegar fingralöngu skuggarnir fara um dali og fjöll,
þegar harðfennið lófa sínum lykur um tún og móa
og frostrósir fá líf
kemur hann stórstígur klofandi
felur sig bak við bás, mjólkurfroðu sleikir sæta,
Giljagaur heitir hann. Á öxl hans situr krummi,
hinn svarti jólafugl,
með hvíta froðu á gogg.
Mörg eru fjósin.
Bubbi Morthens