Askasleikir eftir Guðmund Odd Magnússon (Godd) er Jólaórói ársins 2017. Óróanum fylgir kvæði um kappann eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur.
Nótt nr. 17
heyr! heyr! heyrist hvíslað
hann sleikir upp upp upp til agnanna
tæmir alla askana
betri uppvaskara
er hvergi hægt að finna
* * * Glerrósir uxu hægt upp glugga nr. tungl
hvísluðu á milli sín í stillu
er þetta hann? töldu niður
- daga
- mín
- sek
til nætur nr. 17
hvað eruð þið að gera?
spurði ég
við erum að fylgjast með slefi í niðdimmu
það drýpur úr vikunum
það lekur úr askinum
frystir kristöllum
í taumunum
* * *
Norðurslæður læddust
niður náttþak
dönsuðu ljósi á milli sín í stillu
þarna er hann! töldu upp litina - gult
- grænt
- blátt
þar til allur himininn leiftraði
hvað eruð þið að gera? spurði ég við erum að lýsa upp nóttina fyrir rúðurósir svo þær sjái askana
galtóma
slefaða
sleikta
ístauma
niður
hökuna
svo þær sjái
kettina
svekta
hundana
gelta
á svein í makindum
sleikjandi ask
* * *
heyr! heyr! heyrist hvíslað
hann sleikir upp upp upp til agnanna
tæmir alla askana
betri uppvaskara
er hvergi hægt að finna
Ásta Fanney Sigurðardóttir