2020 Bjúgnakrækir

2020 Bjúgnakrækir

Verð 5.500 kr

Bjúgnakrækir er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2020. Siggi Odds hannaði Bjúgnakræki og Þórdís Gísladóttir rithöfundur samdi kvæði um kappann. 

Allur ágóði af sölu Bjúgnakrækis rennur til starfs í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

BRÉF TIL BJÚGNAKRÆKIS

Kæri Bjúgnakrækir!
Ég vil vara þig við,
nútíminn gæti valdið vonbrigðum.

Þú finnur hvergi reykfyllt rjáfur
þar sem bjúgu
hanga í loftbitum.

Fyrr rekst þú á flatbökur,
grænkerakrásir og franskar kartöflur
en uppáhaldsmatinn þinn.

En treystu mér
og taktu nú eftir,
ég vil trúa þér fyrir dálitlu.

Þú munt kætast
ef þú laumast
inn í kæliklefa kjörbúðar.
Þar leynast bjúgu í lofttæmdum umbúðum
og handhægum bökkum sem hita má í örbylgjuofni.

Og bestu fréttirnar eru þær
að sumar búðir eru opnar allan sólarhringinn.

Þórdís Gísladóttir