Stekkjastaur eftir Dögg Guðmundsdóttur er jólaórói ársins 2018. Með honum fylgir kvæði eftir Dag Hjartarson rithöfund.
STEKKJASTAUR
djúpur snjór
höggdeyfir þung skref
kuldinn
deyfir fingur
og eyru
meira að segja tær
skrítið
hugsar hann
en forðast að horfa niður
á staurfæturna
horfir frekar upp
á tunglið
sem höggdeyfir myrkrið
og loks glittir í glugga
með stökum skó
þá dregur ský fyrir tungl
glampinn í glerinu slokknar
en samt staulast hann áfram
hraðar
hugsar:
að missa fæturna
er ekki það sama og
að missa fótanna
heldur áfram
hraðar
eins og tunglið geti á hverri stundu
smeygt sínu einfætta skini
gegnum glerið
ofan í skóinn
og gengið í burtu
- Dagur Hjartarson