2007 - Hurðaskellir

2007 - Hurðaskellir

Verð 5.500 kr
Hurðaskellir eftir Guðrúnu Lilju Gunnlaugsdóttur og kvæði eftir Andra Snæ Magnason.

HURÐASKELLIR

Drengurinn skellti hurðum.
Menn hrukku í kút.
Konur fengu fyrir brjóstið.
Börn grétu í kerrum.
Hann skellti hurðum.
Húsið nötraði.
Mamma hans hrópaði!:
,,Þú færð kartöflu í skóinn!"
Þá galaði hann:
,,Hurðaskellir kemur í kvöld!
Má hann skella hurðum en ekki ég?"

Hurðaskellir kom á gluggann.
,,Þú skelltir hurðum," sagði Hurðaskellir,
,,Ég skil þig vel, mér finnst gaman að skella hurðum,
má ekki bjóða þér Ópal í skóinn? Brjóstsykur?
Fílakaramellu?"

,,KARTÖFLU!” urraði drengurinn og skellti hurðinni.

Drengurinn fékk 13 kartöflur í skóinn.
Um vorið fann hann moldarsvað og plantaði 13 kartöflum.
Um haustið var hver þeirra orðin að 20 kartöflum.
260 kartöflur!

Hann skellti hurðum fyrir jólin
og plantaði 273 kartöflum næsta vor.
Þær urðu að 5460 kartöflum um haustið.

Hann keypti sér jarðir og ræktaði að lokum milljón kartöflur,
keypti sér banka, þotu, eyju og sportbíl

hann var með 100.000 starfsmenn
sem urðu lafhræddir þegar hann skellti hurðum

hann hló næstum aldrei

nema þegar hann hugsaði um þægu börnin
þau fengu ópal, fílakaramellur
og tannpínu.

Andri Snær Magnason