Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019
Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019
Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019
Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019
Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019

Sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2019

Verð 3.300 kr

Vinningar eru 171 talsins að heildarverðmæti 60.681.554 kr. 1.-2.  Kia Stonic X 5 dyra að verðmæti 3.490.777 kr. hvor bifreið

3.-8. Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti kr. 600.000 hver vinningur
(gildir í leiguflug hjá Heimsferðum)

9.-171. Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti kr. 300.000 hver vinningur
(gildir í leiguflug hjá Heimsferðum)

Dregið verður 17. júní 


60 ÁR AF SUMARDVÖL  -  60 ÁR AF ÆVINTÝRUM 

60 ár eru nú liðin frá því að Styrktarfélagið hóf að bjóða upp á sumardvöl. Þá var starfsemin í Reykjaskóla í Hrútafirði og í Varmalandi í Borgarfirði.

Þetta er þó ekki eiginlegt afmælisár Reykjadals því við höfum miðað við að halda upp á þann áfanga út frá því ári þegar félagið festi kaup á núverandi húsnæði okkar í Mosfellsdal, sem var árið 1963. Mikil breyting hefur orðið á sumarstarfseminni frá því að Styrktarfélagið hóf að bjóða upp á slíka, en á upphafsárunum komu til dæmis bæði fötluð og ófötluð börn sem dvöldu þar sumarlangt. Nú koma um 200 fötluð börn og ungmenni á hverju einasta sumri og dvelja flest þeirra í tvær vikur í senn og hafa síðan að auki kost á því að koma tvisvar sinnum um helgar yfir vetrartímann.

Meginmarkmið Reykjadals er að bjóða þeim sem hafa ekki kost á að sækja aðrar sumarbúðir upp á ævintýralega og eftirminnilega dvöl. Lagt er upp úr því að allir fái að njóta sín á sínum eigin forsendum og skemmti sér í góðra vina hópi.

 

KAUP Á HAPPDRÆTTISMIÐANUM STYRKIR STUÐIÐ Í REYKJADAL